Gisting Akureyri

Húsreglur og skil á íbúðum

Íbúðirnar er leigðar með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.  Sængur og koddar eru til staðar í íbúðunum og hægt er að leigja rúmföt af umsjónaraðila fyrir 1500 kr. á mann.

Leigjandi ber ábyrgð á íbúðinni og öllum búnaði hennar meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum í íbúðinni á leigutíma.

Leigjandi skal ganga vel um íbúðina og umhverfi hennar og skilja við íbúðina eins og tekið er við henni, með öllum þrifum.

Leigjandi skal sjá um að kyrrð sé komin á eftir kl. 23 að kvöldi, ekki skal valda nágrönnum ónæði með hávaða utandyra.

Leigjandi skal virða þær reglur er gilda á skiptidegi, losa þarf íbúðina ekki seinna en kl.12:00 en komutími í íbúðina er kl.16:00 eða eftir það í upphafi orlofsdvalar. Þó ekki seinna en kl. 23:00.

Leigjandi skal láta vita ef eitthvað bilar eða skemmist á meðan á dvöl stendur.

Öll partýhöld eru stranglega bönnað.  Vinsamlegast virðið það.  Brot á þessari reglu getur varðað brottvísun úr íbúðinni.

Í sumum íbúðum er leyfilegt að hafa gæludýr.  Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða íbúðir það eru.

Óheimilt er að endurleigja íbúðina.

Athugið að reykingar eru stranglega bannaðar í íbúðunum og þeir sem reykja vinsamlegast fari út og loki hurð á eftir sér og hafi ílát fyrir stubba.

Leigutaki skal vera orðinn 25 ára.  Ath. það eru undantekningar á þessari reglu ef um fjölskyldufólk með börn vilja leigja.

Verð geta breyst, en það er þó alltaf með fyrirvara 

Heitir pottar eru sum hús.  Börn skulu ekki vera án eftirlits í pottunum og eru forráðamenn ábyrgir fyrir réttri notkun á potti. Gisting Akureyri ábyrgist ekki að pottarnir séu aðgengilegir eða nothæfir t.d. vegna veðurs, fannfergis, bilana eða annarra ástæðna 

Sumar íbúðir  hafa aðgang að gasgrilli, gestir nýta grillið á eigin ábyrgð. Gisting Akureyri ábyrgist ekki að grillin séu nothæf eða til staðar, t.d. vegna bilana eða annarra ástæðna.

Gestir hafa aðgang að þráðlausu neti sér að kostnaðarlausu. Gestir nýta sér netið á eigin ábyrgð og Gisting Akureyri tekur ekki ábyrgð á neinum skaða sem af notkun þess hlýst. Né því ef net virkar ekki eða tölva gesta getur ekki tengst við netið

Þvottavél og þurrkara er í flesltum íbúðim.   Gestir nýta þvottavélar og þurrkara á eigin ábyrgð og Gisting Akureyri ábyrgist ekki að þvottavélar séu nothæfar, t.d. vegna bilana og annarra ástæðna.

 Staðfestingargjald skal greiða við bókun, 25 % af heildarverðinu.  Það fæst ekki undir neinum kringumstæðum endurgreitt. 

Endanleg greiðsla skal gerð viku fyrir komu, endurgreiðsla eftir það fæst ekki undir neinum kringumstæðum endurgreidd. Skil á íbúðum:

Vinsamlega hafið eftirfarandi í huga áður en þið yfirgefið íbúðina:
Skúra yfir öll gólf í íbúðinni,
Ganga frá öllu leirtaui.
Þurrka af hillum, borðum og gluggakistum,
Þrífa baðherbergi vel, wc, vask og sturtu/bað.
Gæta þess að hlutir séu á réttum stað.
Takið utan af rúmum ef rúmföt hafa verið leigð með íbúðinni.
Ef umgengni er ábótavant að mati umsjónarmanns er áskilinn réttur til að innheimta viðbótargjald eða beita öðrum viðurlögum! 

Hægt er að kaupa þrif, vinsamlegast látið vita fyrirfram ef þið viljið nýta ykkur það.