Gisting Akureyri

Laxagata

IMG 0644

Frábært og notalegt,  alveg nýuppgert, vel staðsett einbýli á 3 hæðum rétt við miðbæinn, tekur um 2 mínútur að ganga að Ráðhústorgi. Stór pallur með heitum potti og stór garður. 

Í húsinu eru 4 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 10 manns. 

Á miðhæð er forstofa, stórt og rúmgott eldhús með tvöföldum ísskáp og uppþvottavél,  borðstofa, stofa með stórum flatskjá og svefnherbergi með 2 einstaklingsrúmum. 

Í risi eru 2 svefnherbergi með 2 einstaklingsrúmum í hvoru herbergi. 

í kjallara er stórt og rúmgott baðherbergi með sturtu og baðkari, auk þess er það stórt svefnherbergi með 2 einstaklingsrúmum og koju. 

Aðgangur að þvottavél og þurrkara. 

Húsið leigist með rúmfötum.

Grunnverð er 40.000 kr nóttin og svo leggst aukagjald fyrir rúmföt. 

Ef óskað er eftir að dvelja í nokkra daga er hægt að leita til okkar eftir tilboði í dvölina. 

Staðfestingargjald skal greiða við bókun, 25 % af heildarverðinu.  Það fæst ekki undir neinum kringumstæðum endurgreitt. 

Endanleg greiðsla skal gerð viku fyrir komu, endurgreiðsla eftir það fæst ekki undir neinum kringumstæðum endurgreidd. 

IMG 0642

IMG 0644

 

IMG 0627

 

IMG 0679

IMG 0655

IMG 0639

IMG 0645